Bjargey Aðalsteinsdóttir

Ég hef áralanga reynslu í ráðgjöf, kennslu og fyrirlestrum sem tengjast heilbrigðu líferni.  

Markmiðið er að hreyfa við fólki, fá það til að hugsa heilbrigt og hreyfa sig.  Það er gert með líflegum fyrirlestrum þar sem fróðleik og hreyfingu er tvinnað saman.

Námskeið og fyrirlestrar:

  1. Yoga og Orkustöðvarnar
  2. Læsi á eigin líðan-hormónar.
  3. Ayurveda
  4. Streita og Cortisol
  5. Næring – 10 bestu fæðutegundir
  6. Flott eftir fertugt
  7. Detox Yoga
  8. Borða, biðja, elska og hlægja með Eddu Björgvins.

Frekari upplýsinga hjá Bjargey: bjargey@hamingjuhusid.is og í síma 8241964

Bjargey, B.Ed., M.A, Yogakennari.  Ástríða mín á líkamsrækt byrjaði snemma, eða 13 ára, með þátttöku í víðavangshlaupum, blaki og frjálsum íþróttum. Byrjaði að kenna þolfimi 17 ára og er enn að kenna í dag, 32 árum síðar.   Íslandsmeistari í þolfimi 1987. Útskrifaðist úr Íþróttakennaraskóla Íslands 1992 og fór beint í masters nám í íþróttavísindum þar sem höfundur var Graduate Assistant. Haustið 1995 stofnaði ég með öðrum líkamsræktarstöðina Þokkabót.   Lauk námi í heimilisfræði frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001.  Árið 2001 flutti ég til Bandaríkjanna og kláraði fjarnám í  Ayurveda (indverskt næringafræði) frá Ayurveda Institute, New Mexico. Haustið 2004 byrja Ný og Betri námskeiðin sem hingað til hafa verið haldin á erlendri grundu, viku löng námskeið fyrir konur að bæta lífstíl sinn með fyrirlestrum og hreyfingu.  Frá 2004-2006 sótti ég fjögur námskeið hjá Anthony Robbins University í sjálfseflingu. Lauk 12 vikna Dale Carnegie námskeiði haustið 2007.  Brautargengi, Impra 12 vikna námskeið, 2007.  Útskrifaðist sem yogakennari desember 2010 frá yogaskóla Ástu Arnardóttur. Í dag starfa ég meðal annars við kennslu og rekstur hjá Nordica Spa & Gym.

css.php