Ásdís Olsen

Það er einstaklega ánægjulegt starf að miðla Mindfulness til Íslendinga, að kenna fólki núvitund,  hugarró og sjálfsvinsemd.  Að sjá hugarvíl og streitu víkja fyrir vellíðan og sátt. Ég hef séð fólk umbreytast fyrir augum mér og heyrt magnaðar sögur af fólki sem hefur öðlast nýtt líf með Mindfulness.

Ég vinn með vísindalega samþykktar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði og legg mikið uppúr hagnýtum aðferðum sem hafa sannað gildi sitt í rannsóknum.  Mindfulness, er öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að auka persónulega hæfni og öðlast hamingjuríkt líf.

Mindfulness er í raun heilaleikfimi (Brain-training) og ótrúlega einföld aðferð til að öðlast jákvætt hugarfar, yfirvegun, sjálfsöryggi, vellíðan og sátt.  Flestir verða fyrir opinberun þegar þeir átta sig á að þeir eru ekki hugurinn sinn, að þeir geti fylgst með huganum eins og úr fjarska án þess að vera á valdi hans.  Við kynnumst því hvernig hugur okkar starfar og hvernig hugsanir hafa áhrif á upplifun okkar, líðan og hegðun.  Það er líka frelsandi að kunna að gefa huganum frí, sem oft er eins og ótaminn api út um allar trissur, að kunna að dvelja með skynjun sinni og upplifun og skapa þanngi svigrúm fyrir innri visku. Að vera til staðar í lífinu sínu og geta notið lífsins í öllu sínu veldi.  Ég er gott dæmi um manneskju sem hefur öðlast nýtt líf með því að læra Mindfulness.

Líf mitt fyrir og eftir Mindfulness

Mindfulness gjörbreytti lífi mínu á sínum tíma.  Ég hafði ekki grun um hvað hugurinn lék mig grátt og hvað lífið gat verið dásamlegt.  Hugurinn hafði tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn. Ef ég heyrði í sírenum datt mér strax í huga að eitthvað hefði komið fyrir börnin mín.  Ég lét afgreiðslufólk  fara í taugarnar á mér ef það fór sér hægt og tók að mér allskonar óvinnandi verkefni, eins og að kenna Íslendingum að keyra eftir mínu höfði, að víkja af vinstri akgrein þegar ég þurfti að komast fram úr.

Ég var í stöðugu spennuástandi og þorði síst af öllu að slaka.  Ég var sannfærð um að þá fyrst færi allt til fjandans. Ég var oftast með hugann annarstaðar, að velta fyrir mér því sem hafði gerst eða átti eftir að gerast.  Þannig missti ég af mörgum yndislegum augnablikum í lífinu.  Ég hélt að það væri eðlilegt hafa áhyggjur og að hnúturinn í maganum væri eins og hvert annað líffæri. Það var því vægast sagt mögnuð upplifun fyrir mig að kynnast hugarró, æðruleysi og sátt.  Að kynnast lífinu á líðandi stund, að upplifa að vera með sjálfri mér og geta notið dásemda lífisins með fullri meðvitund.

Streitan er að drepa okkur

Ég er hrædd um að ég sé ekkert einsdæmi.  Flestir Vesturlandabúar eru að sligast á hlaupunum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur gefið út að streita sé orðin helsta heilsuógnin í dag og að öld kvíðans sé gengin í garð.  Það er næsta víst að neikvæðar hugsanir, ótti og áhyggjur gagnast okkur ekki neitt, en erfiður hugur kemur hins vegar í veg fyrir vellíðan, sátt og hamingju. Góðu fréttirnar eru þær að það er tilltölulega auðvelt að snúa blaðinu við.  Rannsóknir sýna að Mindfulness gagnast best til að vinna á streitu og þeir sem ástunda Mindfulness vitna um gjörbreytt hugarástand og líðan.
Hér má sjá ummæli þeirra sem lært hafa Mindfulness!


————————————————————————————-
Ásdís Olsen býður upp á námskeið fyrir almennig og fyrirlestra fyrir stjórnendur og vinnustaði.

————————————————-
Ásdís Olsen (B.Ed. og MA) er helsti sérfræðingur landsins í Mindfulness með áherslu á núvitund, hugarró og hamingju fyrir almenning. Hún kennir lífsleikni við Háskóla Íslands þar sem Mindfulness er í forgrunni og hefur haldið óteljandi fyrirlestra og námskeiða um Mindfulness og hamingjuna.  Ásdís hefur líka verið óþreytandi við að miðla og kynna Mindfulness á opinberum vettvangi, m.a. með  Hamingjuhádegi í Ráðhúsinu, á Mannauðsdeginum í Hörpu 2013 og í sjónvarpsþættinum Hamingjan sanna á Stöð 2.

Ásdís lauk kennaranámi í Mindfulness frá Bangor háskóla í Wales árið 2010 og eins árs námi í hugrænni atferlisfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008.

————————————————————————————-
Frekari upplýsingar og skráning hjá Ásdísi Olsen – netfang: asdis@hamingjuhusid.is eða í síma 898-9830. 

css.php