Leiðsögn með Ásdísi Olsen – hentar þeim sem sótt hafa námskeið
1. Stutt Mindfulness æfing – hugleiðsla með athyglina á andardrætti.
— Þessi æfing hentar vel fyrir byrjendur til að innleiða Mindfulness ástundun í líf sitt.
— Þú skalt finna þér rólegan stað og setjast í upprétta stöðu og láta leiða þig í gegnum þessa æfingu.
— Hér er áherslan á andardráttinn – að fjarlægja sig frá huganum og halda athyglinni við andardráttinn – taka eftir þegar hugurinn fer á flakk og draga þá athyglina aftur og aftur að andardrættinum – í vinsemd og sátt.
— Þessi æfing miðar að hugarró og sjálfstenginu en eykur einnig skilning okkar á starfsemi hugans.
— Lengd: 6 mín.
2. Mindfulness æfing – kærleikshugleiðsla.
— Þú skalt finna þér rólegan stað og setjast í upprétta stöðu og láta leiða þig í gegnum þessa æfingu.
— Í þessari æfingu er áherslan á kærleiksstaðhæfingar sem miðar að sjálfsvinsemd, og er öflug leið til að auka vægi jákvæðra tilfinninga sbr. Barbara Fredrickson 2011
* Barbara Fredrickson 2011: PMC: Open Hearts Build Lives: Positive Emotions, Induced Through Loving-Kindness Meditation, Build Consequential Personal Resources
— Lengd: 9 mínútur.
Hægt að er nálgast geilsadisk með fleiri æfingum hjá Ásdísi Olsen – netfang asdis@haminguhusid.is eða í síma 8989830.
Sjá upplýsingar um námskeið hér!