Það vantar Mindfulness kennara á Íslandi!

Screen Shot 2015-01-27 at 2.29.07 AMNú er svo komið að Íslendingar flykkjast á Mindfulness námskeið og helstu fyrirtæki landsins óska eftir Mindfulness þjálfun fyrir starfsmenn og stjórnendur. Það er því ástæða til að hvetja þá sem áhuga hafa á að kenna Mindfulness að hefja leiðangurinn hið fyrsta.

Kennaranámið er í boði í háskólastofnunum bæði austan- og vestanhafs. Forkröfurnar eru samræmdar en segja má að það sé fyrst og fremst lagt upp úr ástundun þeirra sem hyggjast kenna og að þeir séu „authentic“ – sem gæti útleggst á íslensku að vera sannur eða ekta. Það nægir sem sagt ekki að læra Mindfulness vitrænt, með því að lesa, skilja eða kunna utanbókar hugtökin til að leiðbeina öðrum, heldur þarf Mindfulness kennari að vera í tengslum við sjálfan sig og leiða útfrá eigin reynslu og innsæi.

Svona verður þú Mindfulness kennari:

1. Fyrsta skrefið er að fara á grunnámskeið í Mindfulness
2. Síðan tekur við dagleg Mindfulness ástundun í eitt ár
3. Gerð er krafa um minnst eitt „silent retreat“
4. Fyrri hluta kennaranámsins er 8 vikna námskeið eða 8 daga „intensive“ þjálfun
5. Þá tekur við þjálfun hjá reyndum Screen Shot 2015-01-27 at 3.24.23 AMMindfulness kennarar (Teaching Supervision)
6. Eftir það tekur við seinni hluti kennaranámsins sem er 8 daga námskeið

Hér má finna nánari upplýsingar hjá háskólum og stofnunum sem bjóða kennaranám í Mindfulness:

Bangor University: Centre for Mindfulness Research and Practice – nánar hér.
The Oxford Mindfulness Centre – nánar hér. 
University of Massachusettes Medical School: Center for Mindfulness – nánar hér.

Höfundur greinar er Ásdís Olsen.

 

css.php