Mindfulness á vinnustöðum – fyrirlestur eða námskeið

Meiri ánægja og árangur og fyrirtæki hagnast!Attitude2_shutterstock_61764829_minni
Mindfulness er áhrifarík og hagnýt leið til að hlúa að og styrkja mannauðinn, bæta starfsandann og auka árangur fyrirtækja. Ásdís Olsen hefur sérhæft sig í að kenna Mindfulness á vinnustöðum og býður bæði upp á fyrirlestur og námskeið fyrir starfsfólk.

g9510.20_mindful.indd

„Mindfulness byltingin“ vísar til þeirrar vitundarvakningar sem nú á sér stað hjá öflugustu fyrirtækjum heims, sem hafa tekið Mindfulness í þjónustu sína, og hefjast fundir hjá Google gjarnan á Mindfulness æfingu.  Meðal þeirra fyrirtækja sem nú þegar beita aðferðum mindfulness markvisst eru: Google, NASA, Apple, Deutsche Bank, Ford, Boeing, Hitachi, Hughes Aircraft, United Online, Facebook, eBay, Twitter, Intel, Nike, General Mills, Target, Aetna, Cargill, Genentech,  Plantronics, Green Mountain, US Department of Defense, Coffee Roaster, Hearst Publications, Harvard Business School og margir fleiri viðskipta háskólar.


Persónuleg hæfni fæst ekki keypt úti í búð
Helsti ávinningurinn af Mindfulness er aukin persónuleg hæfni – jákvæðni, vellíðan, betri samskipti, einbeiting og hugmyndaauðgi sem skilar sér í auknum árangri.

Mindfulness mest rannsakað – 549 rannsóknir á síðasta ári

549 rannsóknir mindfo_trendsTil vitnis um áhugann á Mindfulness má benda á fjölda rannsókna en Mindfulness var mest rannsakaða viðfangsefni félagsvísinda á síðasta ári. Árangurinn af því að stunda Mindfulness er óyggjandi.  Hér má sjá helstu niðurstöður rannsókna:

• Minni streita
• Betri einbeiting og minni
• Betri athygli og fókus
• Meiri hugarró og sátt
• Meiri hugmyndaauðgi
• Jákvæðara hugarfar
• Aukin sjálfsvitund
• Betra andlegt jafnvægi
• Meiri vellíðan og sátt
• Betri hlustun og samskipti
• Meiri hæfni í á́kvarðanatöku og að leysa verkefni

• Aukin afköst/framleiðni
• Jafnari blóðþrýstingur og öflugra ónæmiskerfi
• Minni fjarvistir og starfsmannavelta

————-
Ásdís Olsen (B.Ed. og MA) kennir Mindfulness við Háskóla Íslands og heldur fyrirlestra og námskeið fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir. Ásdís hefur leitt Mindfulness á opinberum vettvangi, t.d. á Hamingjuhádegi í Ráðhúsinu, á Mannauðsdeginum í Hörpu 2013, í sjónvarpsþættinum Hamingjan sanna sem sýndur var á Stöð 2 og á fyrirlestrar.is.
— Hún lauk kennaranámi í Mindfulness frá Bangor háskóla í Wales árið 2010.

Ásdís Olsen
————————————————————————————-
Frekari upplýsingar og skráning á asdis@hamingjuhusid.is eða í síma 864-8902.

css.php