MINDFULNESS Á VINNUSTAÐ – NÁNARI UPPLÝSINGAR

juggler1Leiðsögn, fyrirlestrar og námskeið:

 1. Mindfulness fyrir stjórnendur – sjá hér!
 2. Mindfulness fyrirlestur fyrir vinnustaði – sjá hér!
 3. Mindfulness námskeið á vinnustaðnum – sjá hér!
 4. Að innleiða Mindfulness á vinnustaðinn – sjá hér!
 5. Mindfulness leiðsögn á ráðstefnum og fundum – sjá hér!

Meiri ánægja og árangur með Mindfulness

Mindfulness á vinnustaðnum er nýr vaxtarbroddur í mannauðsstjórnun, þar sem einföld og áhrifarík verkfæri bjóðast til að auka persónulega hæfni starfsmanna, ánægju og árangur í starfi.

Google prógrammið

Mindfulness á vinnustað er aðferð sem var þróuð hjá Google og er studd af heilarannsóknum. Prógrammið hefur fengið heitið Search Inside Yoursel (SIY).  Þetta magnaða prógram hefur verið í boði fyrir starfsmenn Google frá árinu 2007 með sérstaklega góðum árangri. Sjá HÉR!

Google besti vinnustaðurinn

 

Organistion using SIYMindfulness hefur verið innleitt hjá öflugustu fyrirtækjumí heimi

Þessi fyrirtæki hafa tekið Google prógrammið í þjónustu sína: Google, Nike, Apple, Ford, Harvard Business School, Berkley Business, Genesys og fleiri og fleiri. Nánar HÉR!

 

„Mindfulness byltingin“ 

Mindfulness byltingin var nýlega umfjöllunarefni TIME Magazine.  Fyrirsögnin vísar til þeirrar vitundarvakningar sem nú á sér stað hjá öflugustu fyrirtækjum heims, sem hafa tekið Mindfulness í þjónustu sína.

Í ljós hefur komið að streitan og hraðinn vinnur Time - mindfulness á vinnustaðnumgegn okkur og kemur í veg fyrir að við njótum okkar og skilum okkar besta.  Með því að innleiða Mindfulness á vinnustaðinn má snúa vörn í sókn – vinda ofan af firringu, hraða, spennu, eirðarleysi og tengslaleysi. Árangurinn kemur á óvart og hafa nýlegar rannsóknir sýnt athyglisverðan ávinning af því að innleiða Mindfulness á vinnustaði.

528 Mindfulness rannsóknir á síðasta ári 

Mindfulness er mest rannsakaða viðfangsefni félagsvísinda á síðasta ári. Hér er samantekt
á helstu niðurstöðum:

 • Minni streita
 • Betri einbeiting og betra minni
 • Meiri athygli og fókus
 • Meiri hugarró og sátt
 • Meira hugmyndaauðgi
 • Jákvæðara hugarfar
 • Aukin sjálfsvitund
 • Betra andlegt jafnvægi
 • Meiri vellíðan og sátt
 • Meiri félagsfærni
 • Betri hlustun og samskipti
 • Meiri hæfni í á́kvarðanatöku og að leysa verkefni
 • Aukin afköst/framleiðni
 • Jafnari blóðþrýstingur og öflugra ónæmiskerfi
 • Minni fjarvistir og starfsmannavelta
 • Meiri árangur

————————————————————————————————–

NÁNAR UM MINDFULNESS

Sjálfsþekking – óvænt leið til árangurs!

„Know thyself“ sagði Sókrates á sínum tíma og nú hafa vestræn vísindi komist að sömu niðurstöðu, um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig.

Með Mindfulness aukum við meðvitund okkar og gerum merkilegar uppgötvanir um okkur sjálf – hugarfar, upplifanir, líðan og hegðun. Við verðum fær um að mynda fjarlægð frá hugsunum og stýra athyglinni.  Við öðlumst aukna meðvitund um okkur sjálf og það sem er að gerast í kringum okkur – náum að vera tengd við okkur sjálf og þá sem í kringum okkur eru.  Við verðum fær um að heyra, sjá, skilja, upplifa og njóta lífsins á líðandi stund.  Við öðlumst aukna persónulega hæfni, meiri ánægju og árangur í lífi og starfi!

Leiðarvísirinn er innra með okkur!

 

Að þjálfa heilann eins og hvern annan vöðvaimages-6

Mindfulness styrkir þau svæði heilans sem hafa að gera með vellíðan og hamingju. Samkvæmt nýjustu heilarannsóknuum* verða verulegar breytingar á heila á aðeins 8 vikum með Mindfulness ástundun.  Við getum í raun endurvírað heilann, búið til nýjar taugatengingar og styrkt „hamingjusvæðin“ í heilanum.  Við getum auðveldlega náð meiri yfirvegun og einbeitingu, öflugri sköpun, betra minni og skarpari hugsun.

* Áhrif Minfulness á heilann – Huffington Post 

EQ eða IQ: Tilfinningagreind hefur meira vægi vitsmunagreind

Daniel Coleman sem er einn af höfundum Mindfulness images-5prógrammsins hjá Google hefur verið leiðandi í rannsóknum á tilfinningagreind.  Það kom mörgum á óvart þega hann birti á sínum tíma niðurstöður víðtækra rannsókna sem leiddu í ljós að tilfnningagreind hefði meira vægi fyrir árangur í lífinu en vitsmunagreind.

Persónuleg færni fæst ekki keypt út í búð

02Jan04_Goleman_what-makes-a-leaderMindfulness er öflug leið til að auka persónulega hæfni – sjálfsvitund, sjálfsstjórn, ástríðu, samhyggð, samskipahæfni og félagslega færni.

Færni viðmið eru m.a. aukið sjálfsstæði, meiri sjálfsábyrgð, víðsýni, frelsi gagnvart breytingum og umburðarlyndi, aukin afstæð hugsun, húmor, heilindi, bjartsýni, virðing, samhyggð og trúnaður.

Harvard Busness Review: EMOTIONAL INTELLIGENCE at WORK. 

Mindfulness í vestrænum vísindum

JON KABAT ZINN

Dr. Jon Kabat Zinn, professor við læknadeild Massachusetts háskóla.og stofnandi Mindfulness miðstöðvarinnar við sama skóla (Center of Mindfulness in Medicine, Health Care, and Society).

Dr. Jon Kabat-Zinn kom Mindfulness fyrst á kortið í vestrænum vísindum árið 1979. Aðferðin á rætur að rekja til austrænnar heimspeki en hefur verið tekin upp og aðlöguð að vesturlandabúum. Mindfulness var fyrst tekið inn í heilbrigðisvísindi og íþróttafræði en er nú nýr vaxtarbroddur á sviði menntunarfræða, mannauðs- og stjórnendafræða.

Það er annað að vita en að vera!

Mindfulness lærist ekki með lestri eða á annan vitrænan hátt.  Þetta er aðferð sem þú prófar á eigin skinni og finnur áhrifin af.

Það kemur flestum okkar á óvart að kynnast okkur sjálfum á þennan hátt.  Það er fovitnilegt að fylgjast með huganum og finna hvaða áhrif hann hefur á líðan okkar.  Að átta sig á hvað hann fer víða og er á mörgum plönum og hvað margt er til óþurfta og leiðinda í huga okkar.  Það er magnað að geta stýrt athyglinni og dvalið við líðandi stund, að upplifa það sem er að gerast á meðan það er að gerast.  Að hafa aðgang að leiðarvísinum innra með okkur sjálfum.

HVERNIG INNLEIÐUM VIÐ MINDFULNESS Á VINNUSTAÐI

Sjá nánar HÉR!

css.php