Hamingjuhádegi í Ráðhúsinu í september

Hamingjuhádegi í Ráðhúsinu

Hamingjuhúsið og Reykjavíkurborg bjóða borgarbúum í  hamingjuhádegi alla föstudaga í september frá kl. 12:15 – 12:45 í Tjarnarsal Ráðhússins.

Allir velkomnir!  Markmiðið er að eiga skemmtilega stund saman og stuðla að meiri hamingju og vellíðan borgarbúa. Þessar föstudags-gleðistundir kosta ekkert – bara að mæta í hádeginu og deila með öðrum hamingju í hálftíma.

Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá sem fær hamingjuhormónana í líkamanum til að flæða hraðar, s.s. tónlist, hlátur, söng, kærleikshugleiðslu og ýmsar gleði-uppákomur.

css.php