Fjölmiðlaumfjöllun

  1. urlgetFyrirlestur með Ásdísi Olsen um Mindfulness á TEDx – 17. maí 2014
  2. Viðtali við Ásdís um Mindfulness í Fréttablaðinu – 14. febrúar 2014.
  3. Viðtal við Ásdísi Olsen um Núvitund í Síðdegisútvarpi Rásar 2 – 10. september 2013
  4. Viðtal við Ásdísi Olsen um Núvitund í Morgunblaðinu – 16. ágúst 2013
  5. Viðtal í Morgunblaðinu – Hélt hún væri að deyja – 18. maí 2014
  6. Ásdís í Heilsugenginu hjá Völu Matt á Stöð 2 – okt. 2014
  7. Viðtal í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 – Hamingjan er hér  – 21. okt 2011
  8. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum á Rás 2 – 29. sept. 2014
  9. Sjá sjónvarpsþátt á RÚV um áhrif Mindfulness á hugarfar og langlífi: „Don´t worry Be Happy“

—————————————————————————————————

Viðtali í Féttablaðið

Ásdís Olsen hefur leitt Mindfulness byltinguna á Íslandi og kennir fólki að auka núvitund og hamingju í lífi og starfi.

 Að vakna til vitundar

“Mindfulness er öflugasta leiðin sem þekkist í dag til að efla hugarró, einbeitingu, jákvætt hugarfar og vellíðan í daglegu lífi.  Hugurinn reynist mörgum okkar erfiður og streita og áhyggjur eru að fara illa með líf okkar og heilsu. Það er því fagnaðarefni að til sé einföld og hagnýt aðferði til að snúa dæminu við.  Mindfulness miðar að því að njóta lífsins á líðandi stund í vinsemd og sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt. Lífið er hér og nú og það er synd að vera ekki til staðar til að njóta þess,” segir Ásdís Olsen, en hún er einn helsti sérfræðingur landsins í Mindfulness, sem gjarnan er kallað núvitund eða gjörhyggli á Íslensku.

Ásdís kennir Mindfulness við Háskóla Íslands ásamt því að flakka á milli fyrirtækja og vinnustaða og halda námskeið og fyrirlestra. Hún vill meina að það sé ákveðin vakning sem á sér stað í íslensku samfélagi varðandi andlega líðan en Mindfulness hefur farið eins og eldur um sinu um hinn Vestræna heim síðustu ár.

Mindfulness byltingin nær til stórfyrirtækja

TIME magazine leggur forsíðuna undir Mindfulness byltinguna í síðasta tölublaði og er útgangspunkturinn „Að ná fókus í streitufullu, tæknisamfélagi nútímans.“

„Það nýjasta er Mindfulness þjálfun starfsmanna hjá öflugustu fyrirtækja heims eins og Google, General Mills og Harvard Business School, svo dæmi séu tekin,“ segir Ásdís, en bendir á að Mindfulness hafi lengi verið notað af afreksíþróttafólki, í  kennaramenntun og í heilbirgðiskerfinu.  En að það sé nýtt að bjóða Mindfulness á vinnustöðum, til að hlú að og efla mannauð, og til að auka einbeitingu, sköpun og árangur.

 Við missum af svo miklu á hlaupunum

“Það er svo lítil vellíðan og hamingja á hlaupunum. Tæknin og hraðinn er svo mikill að við erum víðs fjarri okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru.  Við missum af dýrmætum tengslum og upplifunum sem bjóðast á líðandi stund og náum ekki að nýta hæfileika okkar og hugmyndir.

Mindfulness er vísindalega samþykkt aðferð og hafa rannsóknir sýnt frammá að ástundun minnkar streitu og áhyggjur, bætir einbeitingu og minni,  eykur vellíðan, hamingju og stuðlar að jákvæðara hugarfari. Einnig getur hún jafnað háan blóðþrýsting og gert ónæmiskerfið öflugra.

Heilinn verður jákvæðari

Rannsóknir sýna aðeins 8 vikum verða markverðar breytingar á heila þeirra sem stunda MIndfulness.  Það má segja að við styrkjum hamingjusvæðin í heilanum sem gera okkur auðveldara fyrir að upplifa jákvæðar tilfinningar í kjölfarið.  Það er því góð ástæða til að til að þjálfa heilann, eins og við sjáum ástæðu til að þjálfa líkama okkar.

Hugurinn lék Ásdísi grátt

Ásdís uppgötvaði sjálf Mindfulness fyrir um áratug síðan er hún fór að finna fyrir streitu og kvíða.  Hún fór að leita leiða til að bæta hugarfar sitt og líðan.  Hún fann námskeið í Mindfulness á vegum Bangor háskóla á Bretlandi, sem var henni alger opinberun.  Hún áttaði sig á þarna var komin lausnin á vanda nútímamannsins.  Hún fór síðan í kennaranám í Mindfulness við sama háskóla og hefur síðan verið óþreytandi við að miðla aðferðinni hér á landi.

“Hugurinn minn var mér erfiður.  Ég átti alltaf von á því versta.  Ég mátti ekki heyra í sírenum þá fór ég að ímynda mér að börnin mín hefði lent í slysi. Ég var í stöðugu spennu og ótta.  Svo varð ég fyrir áfalli sem kveikti á perunni hjá mér.  Ég var rifbeinsbrotin og dóttir mín rakst aðeins í mig þannig að ég fann nístandi sársauka. Hugurinn minn sagði mér að rifið hefði tætt í sundur inniflin og ég væri að deyja.  Líkaminn brást við eins og hugurinn boðaði og ég fann hvernig mér var að blæða út og missa andann. Það var kallað í sjúkrabíl og ég fór með hraði upp á sjúkrahús,” segir Ásdís og brosir er hún rifjar upp þessa tíu ára gömlu sögu.

„Þegar upp á spítala kom fékk ég verstu fréttir sem ég hafði heyrt, það var ekkert líkamlegt að mér. Þá vissi ég að það var eitthvað mikið að mér og læknarnir gátu ekki lagað það.  Hugurinn minn var að leika mig grátt. Það voru því góð ráð dýr og ég fór að lesa mér til. Mindfulness gjörbreytti lífi mínu.  Ég vissi ekkert um hugann minn og hvernig viðhorf mín móta upplifun mína og líðan.  Mér finnst þetta vera það mikilvægasta sem ég hef lært í lífinu, og að allir eigi rétt á þessari vitneskju um sjálfan sig.  Þessi þekking er svo miklu hagnýtar en öll algebran sem við lærum í skóla, eða orðflokkagreiningin og þekkingin á meiósu og mítósu frumuskiptingu.“

Að þekkja sjálfan sig eða algebruna

Ásdís hefur kennst hundruðum Íslendinga Mindfulness og segir það einstaklega skemmtilegt starf.  „Það þarf ekki nema hálftíma til að fólk verði fyrir opinberun.  Flestir verða gáttaðir þegar þeir átta sig á að þeir geta fylgst með huganum sínum, og um leið gerir fólk sér grein fyrir að það er ekki hugurinn sinn.  Síðan áttar fólk sig á því að hugurinn er langt því frá að færa okkur sannleikann og að hann er oft óvæginn og neikvæður.  Það er líka áhrifaríkt að finna hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan okkar og viðbrögð.  Þá kemur að góðum notum að læra aðferðir til að ná hugarró og öðlast sátt og sjálfsvinsemd.  Með fleiri æfingum og ástundun verða varanlegar breytingar á hugarfari og líðan og mælanlegar breytingar á heilanum, sem myndar nýjar jákvæðar tengingar.“

css.php