Að innleiða Mindfulness á vinnustaðinn

Screen Shot 2014-12-18 at 1.24.37 PM

Sjá nánar hjá Fortune: http://archive.fortune.com/magazines/fortune/best-companies/2014/list/

Þegar við inneiðum Mindfulness á vinnustaðinn vinnum við með Google prógrammið.

Byrjað var að innleiða Mindfulness hjá Google árið 2007 og hafa þúsundir starfsmanna fengið þjálfun. Árangurinn er ótvíræður og hefur fyrirtækið aukið árangur sinn á öllum sviðum síðan. Google er nú besti vinnustaðurinn, „The Best Company to Work for“, að mati Fortune og The Great Places to Work Institute.

Mindfulness prógrammið hjá Google er hannað af Chad Meng -Tan í samstarfi við Dr. Jon Kabat-Zinn sem innleiddi Mindfulness í vestræn vísindi og Dr. Daniel Goleman sem kom tilfinningagreind (emotional intelligence) á kortið.

Google prógrammið hefur fengið heitið Search Inside Yoursel (SIY), sem gæti útlagst á íslensku: Leitaðu inn á við.

search-inside-yourselfHvers vegna?  
Innleiðing miðar að því að skapa nýtt andrúmsloft á vinnustað þar sem heilindi, traust, kærleikur, vinsemd og samhyggð ráða ríkjum, þar sem starfsmenn fá notið hæfileika sinna og geta blómstrað í starfi.

Hvernig?  
Innleiðingin er sniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig.  Mælt er með að allir starfsmenn fái kynningu á Mindfulness á vinnustaðnum.  Síðan er þeim boðið á námskeið þar sem þeir fá markvissa þjálfum í Mindfulness og stuðning til að innleiða það í líf og störf.

Mindfulness þjálfun í þremur þrepum

1.  Hugar-/athyglis þjálfun
Þú getur alltaf valið hugarró og skýrleika við allar aðstæður, meira að segja þegar þú ert undir í streitu eða lendir í ágreiningi. Markmiðið er að eiga sem flestar slíkar stundir án sérstakrar fyrirhafnar.

2.  Sjálfsþekking og tilfinningagreind
Þegar þú hefur öðlast hugarró og skýrleika getur þú fylgst betur með sjálfum þér og kynnst nýjum víddum innra með þér; innsæi, líkamsskynjun, tilfinningum og viðbrögðum.

3.  Vel valin gildi og afstaða (mental habits)
Þegar við höfum aukið meðvitund okkarog lært að vera meira vakandi verðum við fær um mynda ákveðna fjarlægð frá hugsunum okkar og afstöðu; það sem okkur finnst um okkur sjálf, annað fólk, viðfangsefni okkar og lífið.  Og við verðum fær um að endurskoða grunnviðhorfin – velja okkur afstöðu og viðbrögð sem gagnast okkur betur.

Fyrirtæki sem hafa innleitt Mindfulness á vinnustaðinn: 

Organistion-using-SIY-150x150

css.php