Fyrirlestrar og námskeið

 • Við sérhæfum okkur í Mindfulness á vinnustöðum og Mindfulness fyrir stjórnendur.  

  Við bjóðum fyrirlestra, leiðsögn á vinnustað, námskeið og innleiðingu Mindful leadership í fyrirtæki og stofnanir.

 • Námskeið og fyrirlestrar fyrir stjórnendur og vinnustaði:
  Valkostur 1  Fyrirlestur á vinnustað – 60 mín.
  Hagnýt og skemmtileg kynning á Mindfulness með áherslu á vinnustaðamenningu með Google aðferðinni eða áherslu á heilbrigði og hamingju.
  – Umsjón: Ásdís Olsen
  – Verð kr. 90.000.-

  Valkostur 2:  Námskeið á vinnustað – 3 klst.
  Áhrifaríkt og umbreytandi námskeið fyrir þá sem vilja læra að nýta Mindfulness í lífi og starfi, til að auka persónulega færni, ánægju og árangur. Hægt er að sérsníða þessi námskeið að þörfum vinnustaða eftir atvikum.
  – Umsjón: Ásdís Olsen og Þórður Víkingur
  – Námskeiðsgögn fylgja
  – Verð kr. 180.000 eða tilboð.

  Valkostur 3:    Eins dags vinnustofa eða fjögra vikna námskeið
  Umbreytandi námskeið fyrir þá sem vilja tileinka sér Mindfulness og ástunda í lífi og starfi. Hér er meðal annars unnið með aðferðir sem innleiddar hafa verið með frábærum árangri hjá leiðandi fyrirtækjum eins og Google (Search Inside Yourself).
  – Umsjón: Ásdís Olsen og Þórður Víkingur
  – Námskeiðsgögn fylgja
  – Verð kr. 300.000 eða tilboð.

  Valkostur 4:   Tveggja daga vinnustofa (workshop) fyrir stjórnendur – 10 klst. þjálfun
  Umbreytandi námskeið fyrir þá sem vilja tileinka sér Mindfulness í því skyni að efla leiðtogahæfileika sína.
  – Umsjón: Ásdís Olsen og Þórður Víkingur
  – Námskeiðsgögn fylgja
  – Verð kr. 300.000 eða tilboð

  Valkostur 5:   Mindful Leadership og sveigjanlegir stjórnunarhættir (adaptive management)
  Mindful Leadership er mjög vel til þess fallið að auka skilvirkni teyma, bæta fundarmenningu og auka árangur stjórnunaraðferða á borð við Agile og öðrum þeim sem reiða sig á þjónandi forystu. Stuðst er meðal annars við Google líkanið (Search Inside Yourself – SYI)
  – Umsjón: Þórður Víkingur
  – Námskeiðsgögn fylgja
  – Verð kr. 300.000 eða tilboð

  Valkostur 6:   Mindfulness leiðsögn á ráðstefnum og fundum
  Hugljúf og áhrifarík leið til að ná hugarró, tengslum og samhljómi í stórum hópi.
  – Umsjón: Ásdís Olsen
  – Í boði er 5 til 15 mín. leiðsögn

  Eftirfylgni:

  Með öllum ofangreindum valkostum er boðin eftirfylgni og leiðsögn sem felst í að festa í sessi þessar frábæru aðferðir.

  Hafðu samband:

  Mindfulness miðstöðin – sími 787-8737 eða 898 9830
  Netfang – mindful@mindful.is eða asdiso@hi.is

  Starfsmenn:

  Mindfulness miðstöðin – kt. 570593-2699 – Óðinsgötu 11. 101 Reykjavík.

  – Sjá ummæli námskeiðsgesta HÉR!

Starfsmenn:

Hafðu samband á Mindfulness miðstöðin – sími 787 8737 eða 898 9830

Mindfulness miðstöðin – kt. 570593-2699 – Óðinsgötu 11. 101 Reykjavík.

——————————————————————-

Mindfulness á vinnustað

 1. Mindfulness á vinnustað – 60 mínútna fyrirlestur
  Áhrifaríkur og ánægjulegur fyrirlestur sem lætur engan ósnortinn. Þátttakendur fá leiðsögn sem opnar þeim nýjar innri víddir og þeir læra hagnýtar aðferðir til að ná hugarró, einbeitingu, vellíðan og sátt í lífi og starfi.
 2. Mindfulness á vinnustað – 3 klst. námskeið 
  Hagnýtt og öflugt námskeið sem miðar að aukinni persónulega hæfni starfsmanna, áhrifaríkum samskiptum og meiri vellíðan og sátt á vinnustaðnum.  Þátttakendur læra að hagnýtar aðferðir til að auka hugarró, einbeitingu, vellíðan og sátt í lífi og starfi.
 3. Mindfulness innleiðing á vinnustaðinn á 4 vikum
  4 vikna námskeið og vikuleg leiðsögn og eftirfylgni.  Unnið er með hina s.k. Google aðferð – „Serch Inside Yourself“.  Námskeiðið miðar að því að hámarka persónulega hæfni, áhrif og árangur starfsmanna. Markmiðið er að hæfileikar hvers og eins fái notið sín til fulls, að skapa nærandi andrúmsloft á vinnustað og svigrúm fyrir ánægjulegt og skapandi samstarf.
 4. Mindfulness leiðsögn fyrir ráðstefnur og fundi
  5 til 10 mínútna Mindfulness leiðsögn eða markvisst hópefli.  Hugljúf og áhrifarík leið til að ná hugarró og samhljóm í stórum hóp.

——————————————————————————————————–

Mindfulness fyrirlestrar fyrir fundi og ráðstefnur.

 1. 10 hamingjuráð úr smiðju jákvæðrar sálfræði.
  50 til 70 mínútna fyrirlestur með Ásdísi Olsen. Skemmtilegur og umbreytandi fyrirlestur sem vekur hlátur og eflir fólk til dáða. Áhersla á hrífandi upplifanir og hagnýt verkfæri til að efla jákvætt hugarfar, vellíðan og árangur í lífi og starfi. Sjá nánar hér!
 2. Meiri hamingja með Mindfulness 
  50 til 70 mínútna fyrirlestur með Ásdísi Olsen. Hrífandi fyrirlestur sem eflir sjálfsskilning og meðvitund og opnar fólki nýja sýn á lífið. Sjá nánar hér!

Upplýsingar og skráning hjá Ásdísi Olsen: asdis@hamingjuhusid.is og í síma 898-9830
————————————————————————————————————–
Ásdís Olsen (B.Ed. og M.A.) er hrífandi og skemmtilegur Mindfulness kennari, með einstaka hæfileika til að leiða hugleiðslu. Ásdís hefur áralanga reynslu af að kenna Mindfulness við Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í Mindfulness á vinnustöðum og fyrir almenning til að auka hamingju sína.  Hún gaf út metsölubókin Meiri hamingja og gerði sjónvarpsþættina Hamingjan sanna á Stöð 2.  Ásdís lauk kennaranámi í Mindfulness (Núvitund) frá Bangor háskóla í Wales – Centre for Mindfulness Research and Practice og sérfræðinámi í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) frá Endurmenntun Háskóla Íslands/Oxford, árið 2008.   

css.php